Mígreni - MigreLief
    Náttúrulegt vítamín/fæðubótarefni ætlað mígrenisjúklingum.

 





Algengi mígrenis í faraldsfræðilegum rannsóknum er talin vera um 18% hjá konum og 6% hjá körlum en margar rannsóknir hafa sýnt að mígreni er vangreint og oft ekki meðhöndlað sem skyldi

Hvað er Mígreni?
Mígreni er höfuðverkur sem tengist ástandi æða í heilanum. Í kasti verður útvíkkun á gagnaugaslagæðum sem veldur því að taugaþræðirnir sem liggja utan um þær teygjast og losa boðefni sem valda bólgu og sársauka sem veldur frekari útvíkkun og enn meiri sársauka. (Æðar í heilanum þenjast út þegar serótónín lækkar og truflun verður í flutningi taugaboðefna).

Ofangreint ástand leiðir af sér reglubundna höfuðverki í aðra eða báðar hliðar höfuðsins með eða án mígrenieinkenna eins og ógleði, uppköst, ljósfælni og sjóntruflanir, aukinni hljóðnæmi, sundli, þokusýn, andlegri röskun og öðrum einkennum. Sumir finna enga fyrirboða mígrenis (aura).

(Athugið að ofangreind lýsing á við mígreni í fullorðnum. Börn geta upplifað mígreni öðruvísi)

Hver er munurinn á spennuhöfuðverk og mígreni?
Spennuhöfuðverkur tengist sársauka í vefjum og vöðvum höfuðs, háls og herða en mígreni tengist efnabreytingum sem hafa áhrif á allan líkamann. Þetta veldur miklum sársauka ásamt fjölda annarra einkenna sem nefnd eru hér að ofan.

Tímalengd höfuðverks - klukkutímar - dagar
Tímalengd mígrenis - 4 – 72 klukkutímar

Staðsetning höfuðverks - allt höfuðið
Staðsetning mígrenis - oft öðru megin en ekki alltaf

Sársaukastuðull höfuðverks - mildur – meðallag
Sársukastuðull mígrenis - oft alvarlegur

Önnur einkenni höfuðverks - engin – minniháttar
Önnur einkenni mígrenis - ógleði, uppköst, ljósfælni, hljóð- og lyktnæmi

Hvað getur valdið mígreni?
Sterk lykt, jafnvel þó góð sé, er talin örva taugakerfið og koma mígreni af stað hjá mörgum. Helstu sökudólgar eru málning, ryk, ilmvatn og ákveðnar tegundir af blómum.

Mygluostar eru algeng orsök mígrenis en þeir innihalda tyramine
(Brie, Cheddar, Feta, Mozzarella, Parmesan, Sviss).

Rauðvín og sumir áfengir drykkir innihalda einnig tyramine.
Álegg og unnar kjötvörur innihalda bæði tyramine og nítrat. Koffín getur einnig aukið tíðni höfuðverkja.

Mjólkurvörur, súkkulaði, egg, sítrusávextir, kjöt og fiskur, hveiti, hnetur, tómatar, laukur, korn, epli, bananar, ákveðnir drykkir og aukaefni eins og msg og gervisætuefni.

Aðrir áhrifavaldar:
Þegar hitastig hækkar aukast líkur á að fá slæman höfuðverk eða mígreni.
(7,5% áhættuaukning fyrir hverjar 9 gráður (Fahrenheit)).

Stress, svefntruflanir, fasta, hormónar, skær eða flöktandi ljós, lykt, sígarettureykur og lækkað estrogen við tíðarblæðingar getur orsakað mígreni hjá sumum konum. 18-50% kvenna segja að tíðablæðingar séu tengdar mígreni hjá þeim. Þetta á sér stað vegna hormónajafnvægis á ýmsum stigum í tíðahringnum.

Lífstílsbreytingar sem hjálpa
Reglulegar svefnvenjur eru mikilvægar fyrir alla en sérstaklega þá sem fá höfuðverki.

Gagnlegar breytingar í mataræði hjálpa;: eins og að borða reglulega til að koma í veg fyrir lágan blóðsykur, borða holla fæðu og forðast ákveðnar fæðutegundir (sjá að ofan). Ein rannsókn benti til að mataræði sem hafði lágt hlutfall fitu og hátt hlutfall flókinna kolvetna gæti dregið úr tíðni, styrkleika og tímalengd mígrenihöfuðverkja. Fiskiolíur með Omega 3 fitusýrum eins og lýsi getur hjálpað til, eins og sumar rannsóknir sýna, að halda niðri bólgum og vernda taugar. Feitur fiskur eins og lax, makríll og sardínur innihalda einnig þessi Omega 3 efnasambönd (DHA-EPA).

Drekktu nóg vatn, jafnvel þó þú finnir ekki fyrir þorsta. Ofþornun/vökvaskortur kemur við sögu mígrenis í 50% allra tilvika. 1 vatnsglas drukkið á u.þ.b klukkutíma fresti getur hjálpað.

Þolþjálfun: Hreyfing léttir streitu og getur komið í veg fyrir mígreni. Hóflegar æfingar og gönguferðir með upphitun fyrst eru gagnlegar. Varist allar snöggar hreyfingar og öfgar.

Taugalæknar mæla stundum með atferlismeðferðum og slökunartækni fyrir mígrenisjúklinga sína til að hjálpa þeim við greiningu og draga úr streitu en þessar meðferðir hafa reynst draga úr mígreni- og spennuhöfuðverkjum allt að 35-50%.

Forðist inntöku getnaðarvarna. Þær hafa áhrif á hormóna og hafa verið tengdar slæmum höfuðverkjum kvenna. Einnig hafa þær verið tengdar aukinni hættu á heilablóðfalli hjá konum sem greindar hafa verið með klassískt mígreni (með aura).

Hvers vegna geta verkjalyf/lyf unnið gegn þér?
Margt fólk sem þjáist af mígreni notar lyfseðilsskyld lyf eða almenn verkjalyf við mígreni og finnur jafnvel þörf til að taka inn meira af lyfinu í 1-2 daga á eftir, því það telur að mígrenið sem það hafði sé komið aftur. Þetta er hinsvegar ekki sama mígrenið heldur alveg nýtt afsprengi eða höfuðverkur sem stafar af ofnotkun lyfja, stundum nefnt MOH (Medication Overuse Headache). Mikilvægt er fyrir mígrenisjúklinga að vera meðvitaðir um MOH sem getur orðið að hömlulausu vandamáli. Að koma í veg fyrir mígreni með fyrirbyggjandi lyfjum og aðferðum er mun betri kostur en að reyna að meðhöndla mígrenið eftir að það hefur náð undirtökum.

Mígreni dagbók
Að halda höfuðverkja- og mígrenidagbók er áhrifarík leið til að stjórna mígreni.
Það er einnig gagnlegt í að uppgötva mynstur og aðstoða lækna við greiningu.
Gott er að skrá tíðni, styrkleika, áhrifavalda, áhrif lyfja og fyrirbyggjandi fæðubótarefni.
(



Heimilislæknar á Íslandi – Rannsókn

Mígreni ásamt spennuhöfuðverk eru algengustu höfuðverkjasúkdómar sem heimilislæknar á Íslandi fást við en sjúklingar með mígreni leita einnig til annarra sérgreinalækna.

Í maí 2009 birti Læknablaðið fræðigrein um rannsókn sem gerð var á mígreni í heilsugæslu Hafnarfjarðar, Sólvangi. ,,Mígreni –greining og meðferð í heilsugæslu´´
Sambærilegar rannsóknir hafa ekki verið gerðar áður á Íslandi.

Tilgangurinn rannsóknarinnar var að skoða greiningu og meðferð sjúklinga með mígreni og kanna á hvaða forsendum greining sjúkdómsins byggist. Ennfremur að skoða tíðni fylgisjúkdóma, lyfjanotkun og aðra meðferð sem þessum sjúklingum er veitt.

Meira um mígreni og þessa rannsókn má sjá á vefslóðinni:
laeknabladid




Migraine Patient Handout:
,,Migraine – More than a Headache´´
Migraine Patient Handout:



 
 

Umboð á Íslandi Vitex ehf - Sogavegur 126 - 108 Reykjavík - Iceland - Tel (354) 896 6390 - vitex@vitex.is